2005-12-31

Arfaslakt áramótaskaup

Ég man ekki eftir verra áramótaskaupi en því sem ég var að horfa á rétt í þessu. Þetta var bara ekkert fyndið. Það vantaði tengingu við atburði ársins sem er að líða að mestu leyti. Og atriðin þegar Laddi elti Eddu Björgvins í Kringlunni er hundgamall Gervabælishúmor sem bókstaflega stinkar. Mér fannst þetta vera aðallega einkaflipp leikstýrunnar — fátt um uppgjör atburða síðasta árs þó af nógu væri að taka.

Annað dæmi um smekkleysu liðins árs er val NFS á manni ársins. Að velja Davíð Odddson er ekki bara smekklaust, heldur hnefi í andlit íslensku þjóðarinnar. Er hægt að leggjast lægra í undirlægjuhætti og smjaðri og tilraunum til þess að þykjast vera óháður eigandanum — hvað haldiði að við séum?