Ég heyrði einu sinni sagða sögu af Guðna Guðmundssyni rektor Menntaskólans í Reykjavík.  Sagan var eitthvað á þá leið að sögumaður sat á skrifstofu Guðna þegar nemandi bankaði þar á dyr og spurði um árangur sinn á einhverju prófi.  Guðni kannaði það og sneri sér síðan að nemandanum og sagði: „Þér eru sko glæsilega fallinn!“
Geir Haarde féll einnig á sínu prófi, sem getið var um í síðasta bloggpistli, en yfir því falli var enginn glæsibragur. Það var aumkunarvert að sjá mannræksnið reyna að bera í bætafláka fyrir vondan verknað sinn.
Nú er morgunljóst að í Geir er enginn leiðtogi falinn og engin von um að réttlæti og góðir siðir dafni í kringum hann.  Siðferði hans takmarkast af eigin framavonum og hann lætur fallerast við fyrstu freistingu valds og vina.  Slíkum mönnum er ekki trúandi fyrir bréfi yfir bæjarlæk; hvað þá æðstu embættum.  En þannig er það nú samt.  Í núverandi ríkisstjórn sitja í röðum leirdúfurnar sem verða skotnar niður af framtíðinni.
 
