2008-04-24

Lygalaupur

Í dag kom til átaka þegar vörubílstjórar hugðust sækja haldlagða bíla sína til lögreglu. Skyndilega veittist maður að lögreglumanni og kýldi hann í andlitið. Sturla Jónsson, sem komið hefur fram að undanförnu sem talsmaður vörubílstjóra í mótmælaaðgerðum, sagði við þetta tækifæri að maðurinn væri ekki vörubílstjóri heldur vegfarandi. Í þessari frétt af vísir.is kemur í ljós að þarna fór Sturla vísvitandi með ósannindi.

Eftirfarandi orðaskipti eru úr kvöldfréttatíma RÚV:

Ingólfur fréttamaður: Sturla veistu hver þessi maður var sem að réðist á lögreglumanninn?
Sturla: Nei ég er ekki alveg klár á því.
Ingólfur fréttamaður: Einhver af þínum helduru?
Sturla: Nei.



Á myndinni hér að ofan (sem birtist á visir.is) sést Sturla Jónsson með árásarmanninum, Ágústi Fylkissyni, sem er Sturlu á vinstri hönd.

Bróðir árásarmannsins er ósáttur við „að atvinnubílstjórar segist ekki kannast við bílstjórann þar sem hann sé einn þriggja nafngreindra talsmanna hópsins í fjölmiðlum“ (sjá nánar hér).

Sturla Jónsson er ekki aðeins lítilmótlegur gasprari heldur ómerkilegur lygalaupur. Með svona talsmann þurfa vörubílstjórar ekki á óvinum að halda.
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli