Allt er nú sem orðið nýtt
ærnar, kýr og smalinn.
Svo kvað Jónas.
Ekki fer hjá því að þessar kunnuglegu ljóðlínur þjóti um hugann núna á kosningavori þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík skartar bleiku og dregur yfir sig félagshyggjufeld. Það virðist gefast honum vel. En ef menn eru ekki grunnhyggnir, þá sjá þeir í gegnum blekkinguna þó að villti tryllti Villi virðist busy – eða þannig:
Varla festir Villi blund
í vorsins lofti tæru.
Um Vonarstæti og Veltusund
vappar í sauðargæru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli