Jón Sigurðsson talaði í ræðunni góðu um að svonefndur listi um „staðfastar þjóðir“ væri „einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás.“ Þetta henti varaformaður Framsóknar, Guðni Ágústsson á lofti og sagði við fréttamenn að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íslendinga afsökunar á þessu athæfi. Fleiri hafa talað á þeim nótum að listinn sé verk Bandaríkjamanna og hafi ekkert með íslensk stjórnvöld að gera. Þetta er hlægilega heimskulegur málflutningur.
Listann yfir hinar staðföstu þjóðir má sjá á vef Hvíta hússins og einnig stuðningsyfirlýsingar umræddra þjóða. Þeirra á meðal má lesa eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu frá Davíð Oddssyni:
“The United States now considers its security to be gravely endangered by the actions and attacks of terrorists and because of various threats from countries governed by dictators and tyrants. It believes that support from this small country makes a difference... The declaration issued by the Icelandic Government on the Iraq dispute says that we intend to maintain the close cooperation we have had with our powerful ally in the West.Eins og sjá má er þarna heitið stuðningi Íslands sem m.a. felst í flugi inn í lofthelgi Íslands, heimild til afnota af Keflavíkurflugvelli, loforð um þátttöku í endurreisnarstarfi í Írak og loks pólitískum stuðningi við framkvæmd ályktunar Öryggisráðsins númer 1441, sem Bandaríkjamenn túlkuðu sem heimild til innrásar í Írak. Sú túlkun er afar umdeild eins og menn vita.
First of all, this involves flyover authorization for the Icelandic air control area. Secondly, the use of Keflavik Airport, if necessary. In third place, we will take part in the reconstruction of Iraq after the war ends. Fourthly, we expressed political support for Resolution 1441 being enforced after four months of delays."
-- Prime Minister Oddsson, March 18, 2003
Það sjá auðvitað allir að það er ákvörðunin um stuðninginn sem skiptir máli. Samsetning listans er eingöngu skipulagsatriði til að halda utan um þjóðirnar 49 sem hétu stuðningi í einhverju formi. Að skamma Bandaríkjamenn fyrir listasmíð er að hengja bakara fyrir smið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli