2007-04-13

Mbl.is er áróðursvefur

Landsfundur Samfylkingarinnar var settur kl 16:00 í dag. Um klukkutíma síðar var hvergi á hann minnst á fréttaforsíðu Mbl.is. Á sama tíma var bein útsending frá fundinum á Vísir.is. Þessu til sönnunar má sjá hér skjámyndir af fréttaforsíðum beggja vefjanna (Mbl.is og Vísir.is) sem teknar voru með forritinu url2bmp kl 16:58 og 17:00 í dag.

Það hefur löngum verið sagt að Morgunblaðið ljúgi með þögninni og fréttavefur blaðsins sannar þetta núna eftirminnilega. Það er gengið svo langt í áróðrinum (þögn er líka áróður) að fréttamatið er lagt til hliðar ásamt fagmennskunni. ISS!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli