
Ísland hefur bara átt einn virkilegan töffara. Og núna er hann allur.
Það er krepputíð, en öll él birtir upp um síðir.
En það verður aldrei til nema einn Rúnar Júlíusson.
(Sjá þetta blog í tilefni sextugsafmælis Rúnars).
„The Chancellor also revealed that he had spoken to Iceland’s finance minister yesterday and been told that Iceland wouldn’t compensate UK savers in Iceland. Darling was clearly angered by this answer.“Þetta verður tæplega skilið öðruvísi en svo að Árni Mathiesen hafi verið myrkur í máli í símtalinu við Alistair Darling svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Undanfarna daga hefur mikið gengið á í fjármálaumhverfi heimsins og Ísland hefur ekki farið varhluta af því. Rótgróin og traust fjármálafyrirtæki eins og Lehman Brothers og Merrill Lynch í Bandaríkjunum hafa farið á hausinn eða verið yfirtekin. Algjör lausafjárþurrð hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim. Þetta ástand hefur leitt til þess að íslensku bankarnir hafa átt í erfiðleikum með nauðsynlega endurfjármögnun og því lent í vandræðum.
Þetta er ærinn vandi við að etja. En íslensku bankarnir hafa átt við annan séríslenskan vanda að etja. Verðbólga og stýrivextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum og í Seðlabanka Íslands situr gjörsamlega óhæfur maður á æðsta tróni, afdankaður uppgjafapólitíkus sem hefur skrúfað upp laun sín í öfugu hlutfalli við getu sína til að gegna því starfi sem hann tók sér. Þessi maður ber öðrum fremur ábyrgð á því að í dag eru þrír stærstu bankar landsins orðnir ríkisbankar aftur og hluthafar þeirra, m.a. lífeyrissjóðir landsmanna, hafa tapað stórfé.
Um miðja 30. viku leitaði stjórnarformaður Glitnis til formanns bankastjórnar Seðlabankans og óskaði eftir láni vegna þess að lánamöguleikar bankans höfðu allt í einu lokast og á næsta leiti var gjalddagi. Á einni helgi var ríkið búið að kaupa 3/4 hluta bankans á gengi undir 2, þegar gengi bankans var 15,7 föstudeginum á undan. Formaður bankastjórnar Seðlabankans talaði um að ef ríkið hefði ekki gripið inn í með þessum hætti hefði Glitnir orðið gjaldþrota. Svona eiga seðlabankastjórar auðvitað ekki að tala; þetta hjal var vægast sagt heimskulegt, sem og aðgerðin öll, eins og kom á daginn í vikunni á eftir.
Næsta vika var hörð barátta fyrir bankana og eftir síðustu helgi yfirtók ríkið Landsbankann. Þriðjudaginn 7. október kemur svo seðlabankastjóri í viðtal í Kastljósi og lætur þar gamminn geisa og eys svívirðingum á báða bóga, kallar veð þau sem Glitnir bauð „ástarbréf“ og bankamenn „óreiðumenn“. Ennfremur fullyrti hann að Ísland ætlaði ekki að borga erlendar skuldir bankanna, heldur einungis ábyrgjast íslenska sparifjáreigendur og almenning. Afleiðingar þessa gaspurs lét ekki á sér standa. Næsta dag mátti íslenski forsætisráðherrann hafa sig allan við að róa Breta sem hugðu á málsókn gegn okkur fyrir að standa ekki við tryggingar okkar gagnvart breskum sparifjáreigendum. Eignir Landsbankans í Bretlandi voru frystar og einnig ráðist gegn Kaupþingi. Í nótt yfirtók fjármálaeftirlitið Kaupþing. Þar með eru allir hinir einkavæddu bankar aftur orðnir ríkisbankar.
Eins og áður segir var við mikinn vanda að etja, en aðgerðir Seðlabankans og orðræða seðlabankastjórans hafa án efa riðið baggamuninn um framvindu atburða. Eftir að ákveðið var að gera Glitni að ríkisbanka að tveimur þriðju hefur leiðin legið beint niður á við. Um tíma virstist Kaupþing banki ætla að halda velli, enda staða hans sýnu betri en hinna bankanna, en seðlabankastjóra tókst að ganga frá honum í Kastljósviðtalinu. Eðlilegt er að spurt sé hví í ósköpunum seðlabankastjóri mætir í viðtal í dægurmálaþætti í verstu bankakrísu sem uppi hefur verið. Hefur þetta verið háttur kollega hans í öðrum löndum? Enn furðulegra er hversu „frjálslega“ hann talaði þar.
Eftir þjóðnýtingu Glitnis sagði Richard Portes, prófessor við London Business School, að seðlabankastjóri hefði „lagt trúverðugleika íslensks efnahagslífs í rúst“. Og ennfremur:
„Sú ákvörðun að neyða Glitni í þjóðnýtingu var slæm og ónauðsynleg. Hið raunverulega neyðarástand íslenska hagkerfisins hófst með þjóðnýtingunni. Sá verknaður, og hin fráleitu ummæli Davíðs Oddssonar um að aðrir bankar kynnu að hljóta sömu örlög, ættu ekki að heyrast frá neinum seðlabankastjóra“
Þessi orð Portes hafa reynst orð að sönnu. Það er fyrir löngu orðið tímabært að skipta um bankastjórn Seðlabankans. Margir sérfræðingar hafa viðrað þá skoðun, m.a. Þorvaldur Gylfason, Jón Daníelsson (sjá einnig þetta), Guðmundur Ólafsson og fleiri. Á vef Market Watch sem gefið er út af Wall Street Journal er gert grín að seðlabankastjóra fyrir frumhlaup hans varðandi Rússalánið. Er ekki nóg komið af þessari vitleysu? Við þurfum á öðru að halda einmitt núna.
Það var kaldhæðnislegt að seðlabankastjóri skyldi velja sér myndlíkingar um bruna og brennuvarga í sínu dæmalausa Kastljósviðtali. Augljóst er hver er hinn raunverulegi brennuvargur í íslensku fjármálaumhverfi. Verra er að hann þykist vera slökkviliðsmaður, en sprautar olíu á eldinn.
Nei, Villi, þetta kallast EKKI að axla ábyrgð, álfurinn þinn...
Það að þú skulir hafa misst borgarstjórastólinn er ekki dæmi um hvernig þú axlaðir ábyrgð. Þú misstir borgarstjórastólinn því samráðsmaðurinn hljóp í fangið á sósjalistunum! Þú hefðir glaður viljað sitja áfram.
Þú skilur þetta ekki. Ég stórefast hreinlega um að þú hafir gáfnafarið til að vera yfirhöfuð í stjórnmálum!
Það að þú skyldir missa borgarstjórasætið er AFLEIÐING þess sem þú gerðir. Þú axlaðir ekki eitt né neitt. Þú bara vældir og laugst í fjölmiðlum.
Það að AXLA ÁBYRGÐ hefði verið ef þú hefðir sagt af þér strax í október. Þá hefði frumkvæðið verið þitt. Það hefði verið að axla ábyrgð.
Þú getur EKKI sagt að þú hafir axlað ábyrgð þegar þér var sparkað úr stólnum í hvern þú áttir í sjálfu sér ekkert erindi til að byrja með. Þú hafðir hreinlega ekkert um málið að segja.
Þú ert í vinnu fyrir kjósendur, þú brást vinnuveitanda þínum og lýgur svo að honum til að hylja eigin spor. Slíkt er brottrekstrarsök, en því miður höfum við engin úrræði til að reka þig, önnur en að biðja þig um að segja af þér.
Þú ert líklegast mesti skúrkur íslenskra stjórnmála fyrr eða síðar. Þú ert valdasjúkur og veruleikafirrtur, þú berð nákvæmlega ekkert skynbragð á stjórnmál. Þú ert lítill kerfiskall sem skilur ekki hvert umboð þitt er. Mikil er skömm þín og þú átt enga, nákvæmlega enga, samúð skylda.
„skrifað sig frá málinu, þegar hann hafi tekið til við að líkja stjórnarathöfn Árna M. Mathiesens við stjórnarhætti nasista – með slíku gerðu menn sig einfaldlega marklausa og þannig væri komið fyrir Sigurði Líndal í þessu máli.“
My own Chief Whip, Den Dover, was kind enough to see me afterwards and reassure me that nothing I had said was against Conservative policy, that our party is strongly in favour of a referendum and that, in any case, we are all pledged to leave the EPP next year. If the EPP excluded me, he added, that was their business. As far as he was concerned, I would sit as a Conservative and a member of the Conservative delegation, in receipt of the Tory Whip and as a re-selected Tory candidate.
„Nærtækast væri að líta á þessi orð sem merkingarlaust rugl, en ef taka á mark á þeim eru lög ekki annað en tæki valds sem lýtur engum takmörkunum. Hér skín í taumlausa vildarhyggju þar sem einungis er áskilið að lög séu sett með formlega réttum hætti og þeim beri að framfylgja með valdi hvert svo sem efni þeirra er. Valdboðið er sett í öndvegi; annað látið víkja. Með þetta að leiðarljósi er alræði og geðþótta opnuð leið og eru nærtækust dæmin frá Þýzkalandi eftir 1930.“