2004-07-07

Talað út úr mínu hjarta

Ólafur Mixa, læknir, skrifar frábæra grein í Morgunblaðið í dag um stjórnmálastöðuna. Greining hans er málefnaleg og löngu tímabær. Ég get tekið undir hvert orð í greininni.



Það er líka löngu tímabært að losna við þessa ríkisstjórn, eða í það minnsta forkólfa hennar. Ósvífni Davíðs eykst með hverjum deginum og Halldór virðist vera til í allt fyrir forsætisráðherrastólinn. Niðurlæging hans er mikil og ekki er annað að sjá en að hyldýpisgjá hafi myndast milli hans og Framsóknarflokksins. Í það minnsta eru ungir Framsóknarmenn algjörlega á móti nýjustu brellu hins tvíhöfða ríkisstjórnarþurs, ef marka má frásögn RÚV í morgun. Vonandi er Davíð á förum, en best væri að Halldór færi líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli